Segir ástandið Bandaríkjunum að kenna

Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans.
Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans. AFP

Æðstiklerk­ur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, hefur kallað eftir því að ríki Mið-Austurlanda standi saman til að sigrast á óstöðugleika á svæðinu sem Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa valdið með viðveru sinni á svæðinu. 

„Núverandi ástand á svæðinu krefst þess — meira en nokkru sinni fyrr — að við styrkjum sambönd á milli landa á svæðinu á sama tíma og við forðumst áhrif útlendinga,“ sagði klerkurinn. 

„Ástæða þessa óstöðuga ástands sem er nú á svæðinu okkar er spillt viðvera Bandaríkjanna og áhangenda þeirra. Eina leiðin til að mæta þessu er að treysta á samvinnu á svæðinu,“ bætti hann við. 

Mikil spenna hefur verið á svæðinu í kjölfar þess að Qa­sem So­leimani var veginn í árás Bandaríkjamanna í Írak.

Í dag kölluðu Frakkland, Þýskaland og Bretland eftir því að Íran virði skuldbindingar sínar samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu frá árinu 2015. Ríkin hafa leitast eftir því að bjarga samkomulaginu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá því árið 2018.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert