Þúsundir yfirgefa heimili sín af ótta við eldgos

Öskuskýið náði um einn kílómetra í loft upp og líkur …
Öskuskýið náði um einn kílómetra í loft upp og líkur eru á að eldfjallið gjósi á næstu dögum eða vikum. AFP

Um tvö þúsund manns hafa neyðst til að yf­ir­gefa heim­ili sín í Manila, höfuðborg Fil­ipps­eyja, eft­ir að eld­fjall ná­lægt borg­inni byrjaði að spúa ösku­skýi fyrr í dag. Jarðskjálfta­fræðing­ar telja lík­ur á gosi úr eld­fjall­inu Taal.

Taal, sem er virk­asta eld­fjall Fil­ipps­eyja, er staðsett um það bil 65 km suður af Manila. Sér­fræðing­ar segja að kvika fær­ist nær og nær gíg eld­fjalls­ins.

Renato Solidum, yf­ir­maður eld­fjalla- og jarðskjálfta­stofn­un­ar í Fil­ipps­eyj­um, seg­ir það benda til þess að eld­gos gæti átt sér stað „inn­an nokk­urra daga eða nokk­urra vikna“ ef sú þróun held­ur áfram. Taal gaus síðast árið 1977.

Ösku­skýið náði um einn kíló­metra upp í loftið og þá mæld­ust nokkr­ir minni jarðskjálft­ar á mæl­um. Svæðið í kring­um eld­fjallið er vin­sæll ferðamannastaður.

Solidum seg­ir að fleir­um verði gert að yf­ir­gefa heim­ili sín á næstu dög­um ef staðan versn­ar. Eld­gos og jarðskjálft­ar eru nokkuð tíðir á Fil­ipps­eyj­um enda eru þær staðsett­ar á svo­kölluðum Eld­hring (e. Ring of Fire) í Kyrra­haf­inu.

Mayon-eld­fjallið í Fil­ipps­eyj­um gaus í janú­ar árið 2018 með þeim af­leiðing­um að tug­ir þúsunda þurftu að yf­ir­gefa heim­ili sín.

Skýið sást langar leiðir enda gríðarlega stórt. Nokkrir minni jarðskjálftar …
Skýið sást lang­ar leiðir enda gríðarlega stórt. Nokkr­ir minni jarðskjálft­ar hafa mælst. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Helgi Þór Gunnarsson Helgi Þór Gunn­ars­son: Ha?!
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka