Þúsundir yfirgefa heimili sín af ótta við eldgos

Öskuskýið náði um einn kílómetra í loft upp og líkur …
Öskuskýið náði um einn kílómetra í loft upp og líkur eru á að eldfjallið gjósi á næstu dögum eða vikum. AFP

Um tvö þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í Manila, höfuðborg Filippseyja, eftir að eldfjall nálægt borginni byrjaði að spúa öskuskýi fyrr í dag. Jarðskjálftafræðingar telja líkur á gosi úr eldfjallinu Taal.

Taal, sem er virkasta eldfjall Filippseyja, er staðsett um það bil 65 km suður af Manila. Sérfræðingar segja að kvika færist nær og nær gíg eldfjallsins.

Renato Solidum, yfirmaður eldfjalla- og jarðskjálftastofnunar í Filippseyjum, segir það benda til þess að eldgos gæti átt sér stað „innan nokkurra daga eða nokkurra vikna“ ef sú þróun heldur áfram. Taal gaus síðast árið 1977.

Öskuskýið náði um einn kílómetra upp í loftið og þá mældust nokkrir minni jarðskjálftar á mælum. Svæðið í kringum eldfjallið er vinsæll ferðamannastaður.

Solidum segir að fleirum verði gert að yfirgefa heimili sín á næstu dögum ef staðan versnar. Eldgos og jarðskjálftar eru nokkuð tíðir á Filippseyjum enda eru þær staðsettar á svokölluðum Eldhring (e. Ring of Fire) í Kyrrahafinu.

Mayon-eldfjallið í Filippseyjum gaus í janúar árið 2018 með þeim afleiðingum að tugir þúsunda þurftu að yfirgefa heimili sín.

Skýið sást langar leiðir enda gríðarlega stórt. Nokkrir minni jarðskjálftar …
Skýið sást langar leiðir enda gríðarlega stórt. Nokkrir minni jarðskjálftar hafa mælst. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Helgi Þór Gunnarsson Helgi Þór Gunnarsson: Ha?!
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert