Mótmælti með því klifra upp skýjakljúf

Alain Robert klifrar upp bygginguna.
Alain Robert klifrar upp bygginguna. AFP

Fram­lag fransks of­ur­huga til mót­mæl­anna gegn fyr­ir­huguðum breyt­ing­um á líf­eyri í Frakklandi var að klifra upp skýja­kljúf rétt fyr­ir utan Par­ís.

„Fólk eyðir 40 árum af lífi sín­um í þræl­dóm, oft­ast í störf­um sem það hef­ur ekki einu sinni gam­an af,“ sagði Alain Robert áður en klifrið hófst. „Við vilj­um að fólk geti lifað sóma­sam­legu lífi.“

AFP

Robert, sem er heimsþekkt­ur fyr­ir að klifra hina ýmsu turna án þess að nota reipi sér til stuðnings og oft­ast í leyf­is­leysi, er jafn­an kallaður franski köngu­ló­armaður­inn.

Það tók hann 52 mín­út­ur að kom­ast á topp Total-bygg­ing­ar­inn­ar sem er 187 metra há. „Það var frek­ar kalt, ég fann ekki fyr­ir fing­ur­góm­un­um og þess vegna var þetta snúið,“ sagði hinn 57 ára Robert er hann var kom­inn niður. „Ég er held­ur ekki í sama formi og ég var í fyr­ir 20 árum.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert