Að minnsta kosti sex létust og 16 slösuðust þegar rúta keyrði ofan í risastóra holu í Kína í gærkvöldi. Atvikið átti sér stað fyrir utan sjúkrahús í borginni Xining í miðhluta Kína.
Myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna sprengingu í holunni skömmu eftir að rútan keyrði þar ofan í.
Ekki er ljóst hversu margir voru í rútunni en á myndbandsupptökum sjást vegfarendur reyna að bjarga fólki úr holunni.
Samkvæmt erlendum fréttamiðlum liggja tildrög slyssins ekki fyrir en yfirvöld rannsaka málið.
Slys á borð við þetta eru ekki óalgeng í Kína en þau eru rakin til lélegs frágangs eftir framkvæmdir.