Ákæran send til öldungadeildarinnar

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sendi í dag ákæru á hendur Donald Trump …
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sendi í dag ákæru á hendur Donald Trump til embættismissis til öldungadeildar þingsins, sem fer með dómsvald í málinu. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sendi í dag ákæru á hendur Donald Trump til embættismissis til öldungadeildar þingsins, sem fer með dómsvald í málinu. Réttarhöldin yfir Trump hefjast því á næstu dögum.

Atkvæðagreiðsla um hvort senda ætti ákæruna til öldungadeildarinnar var að mestu eftir pólitískum línum, 228 sögðu já og 193 nei, en demókratar eru með rúman meirihluta í fulltrúadeildinni. Talið er afar ólíklegt að forsetinn verði fundinn sekur um embættisafglöp í öldungadeildinni, en þar eru repúblikanar í meirihluta og þarf 2/3 atkvæða þingmanna til þess að forsetinn verði sakfelldur.

Hvíta húsið fullvíst um sýknu

AFP-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni í Hvíta húsinu í kvöld að ríkisstjórn Trumps líti svo á að „ótrúlega ólíklegt“ sé að réttarhöldin yfir Trump taki meira en tvær vikur í meðförum öldungadeildarinnar, enda muni öldungadeildin verða fljót að komast að niðurstöðu um sýknudóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert