Fagnaði viðskiptasamningi við Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti við undirritun viðskiptasamningsins í dag ásamt Liu …
Donald Trump Bandaríkjaforseti við undirritun viðskiptasamningsins í dag ásamt Liu He, varaforsætisráðherra Kína. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti lýsti í dag ánægju sinni með viðskipta­samn­ing við Kína sem nær til hluta þeirra mála sem rík­in tvö hafa deilt um und­an­far­in tvö ár.

Trump sagði við und­ir­rit­un samn­ings­ins í dag að um gríðarlega stórt skref væri að ræða sem hefði ekki áður verið gert gagn­vart Kína sam­kvæmt frétt AFP-frétta­veit­unn­ar.

For­set­inn sagði að viðskipta­samn­ing­ur­inn myndi tryggja sann­gjörn gagn­kvæm viðskipti. Sam­an væru Banda­rík­in og Kína að leiðrétta rang­læti fortíðar­inn­ar.

Hins veg­ar munu toll­ar vera áfram til staðar á vör­um að and­virði hundruð millj­arða doll­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert