Braut gegn stúlkum á einkaeyju sinni

Mótmælahópur heldur á skiltum með mynd af Epstein fyrir framan …
Mótmælahópur heldur á skiltum með mynd af Epstein fyrir framan dómshús í New York í fyrrasumar. AFP

Jef­frey Ep­stein er sakaður um að hafa flutt stúlk­ur allt niður í 12 ára til einka­eyj­ar sinn­ar í Karíbahafi allt frá ár­inu 2001. Þetta kem­ur fram í máli stjórn­ar Banda­rísku-Jóm­frúreyja gegn búi kaup­sýslu­manns­ins.

Ep­stein fyr­ir­fór sér í há­marks­ör­ygg­is­fang­elsi í New York á síðasta ári þar sem hann beið rétt­ar­halda vegna kyn­ferðis­brota, nauðgana og man­sals.

Í nýj­asta mál­inu sem höfðað hef­ur verið gegn hon­um er hann sakaður um að hafa flutt stúlk­ur, 12 til 17 ára gaml­ar, til einka­eyj­ar sinn­ar, ým­ist á báti, með þyrlu eða flug­vél, og haldið þeim þar nauðugum. 

Er hann jafn­framt sagður hafa skráð hjá sér hugs­an­leg fórn­ar­lömb og haldið úti eins kon­ar man­sal­spýra­mída þar sem fórn­ar­lömb hans voru neydd til að afla Ep­stein fleiri stúlkna til að brjóta á.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert