Aldrei færri sjálfsvíg í Japan

Tókíó-turninn í höfuðborg Japans.
Tókíó-turninn í höfuðborg Japans. AFP

Aldrei hafa færri framið sjálfsvíg í Japan en á síðasta ári, eða síðan byrjað var að safna saman tölfræði um þau árið 1978.

Samkvæmt bráðabirgðatölum japanska heilbrigðisráðuneytisins frömdu 19.959 manns sjálfsvíg á síðasta ári, sem er 4,2% minna en en árið áður. Sjötíu prósent þeirra voru karlmenn.

Staðfestar tölur verða birtar í mars og gæti fjöldinn aukist lítillega eftir að lögreglan hefur staðfest hvort dauðsföll síðustu mánuði ársins tengjast sjálfsvígum.

Dregið hefur úr fjölda þeirra sem fremja sjálfsvíg í Japan „vegna aukins krafts sem hefur verið settur í að koma í veg fyrir sjálfsvíg eftir að þau voru viðurkennd sem félagslegt vandamál,“ sagði Yasuyuki Shimizu, sem stjórnar samtökunum LIFELINK sem berjast gegn sjálfsvígum.

Flest sjálfsvíg í Japan voru framin á árinu 2003 þegar 34.427 féllu fyrir eigin hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert