Forsætisráðherra Úkraínu biðst lausnar frá embætti

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, og forsætisráðherrann Oleksiy Goncharuk.
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, og forsætisráðherrann Oleksiy Goncharuk. AFP

Forsætisráðherra Úkraínu hefur boðist til þess að segja af sér embætti í kjölfar þess að upptöku af honum að gagnrýna skilning forseta landsins á efnahagsmálum var lekið.

„Til að taka af allan vafa um virðingu mína og traust á forsetanum hef ég skrifað afsagnarbréf og afhent það forsetanum,“ segir Oleksiy Goncharuk í tilkynningu á Facebook.

Hann biðst afsökunar á því að upptakan gefi í skyn að hann beri ekki virðingu fyrir forsetanum. „Þetta er ekki rétt. Ég tók við embætti forsætisráðherra til þess að halda uppi stefnumálum forsetans.“

Skrifstofa Volodomyr Zelensky forseta hefur staðfest móttöku afsagnarbréfsins og að það verði íhugað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka