Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta við vegna óskammfeilinnar árásar þarlendra stjórnvalda á rússneska gagnnjósnarann Sergei Skripal fyrir tveimur árum.
Johnson og Pútín hittust í fyrsta skipti í dag síðan Johnson tók við embætti forsætisráðherra í Bretlandi í júlí.
Þar sagði Johnson að glæfraleg notkun efnavopna og tilraun Rússa til að myrða saklaust fólk í Bretlandi væri eitthvað sem mætti aldrei gerast aftur.
Eitrað var fyrir Sergei Skripal og Júlíu dóttur hans á götu úti í Salisbury 2018 og síðar lést Dawn Sturgess af völdum eitrunarinnar. Tveir menn, sem talið er að starfi fyrir rússnesku leyniþjónustuna, Anatolií Chepiga og Alexander Mishkin, eru grunaðir um verknaðinn.