Áfram öfgar í veðrinu

Við þinghúsið í Canberra í dag.
Við þinghúsið í Canberra í dag. AFP

Þrumur og risahaglél fylgdi í kjölfar moldroks í austurhluta Ástralíu í dag þannig að ekkert lát er á öfgakenndu veðurfari í landinu. Frá því í október hafa fordæmalausir gróðureldar geisað í hitabylgju. Gríðarlegt landflæmi hefur eyðilagst, hundruð milljóna dýra drepist og yfir tvö þúsund heimili eyðilagst. 29 manns hafa látist í eldunum. 

Moldrok í Mullengudgery í Nýja Suður-Wales.
Moldrok í Mullengudgery í Nýja Suður-Wales. AFP

Haglél og rok herjaði meðal annars á íbúa í höfuðborginni, Canberra, í morgun og má sjá á myndskeiðum hvernig greinar rifnuðu af trjám. Var fólk beðið um að reyna að koma bifreiðum sínum í skjól og fjarri trjám og rafmagnslínum. 

AFP

Veðurstofa Ástralíu hefur beðið fólk í Nýja Suður-Wales, þar á meðal Sydney, að búa sig undir óveðrið sem sé í vændum. Hætta sé á skemmdum í óveðrinu, meðal annars sé von á þrumum, miklu hvassviðri, hagléli og úrhellisrigningu. 

Moldrok í Ástralíu.
Moldrok í Ástralíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert