Svín látið stökkva teygjustökk

Dýraníð er ekki refsivert í Kína.
Dýraníð er ekki refsivert í Kína. AFP

Kín­versk­ur skemmtig­arður hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur í kjöl­far um­deilds atriðis sem þar var sett á svið, en þar var svín látið stökkva teygju­stökk úr 68 metra háum turni.

Mynd­skeið af at­vik­inu sýn­ir hvernig svínið, sem var íklætt eins kon­ar skikkju, var borið upp turn­inn af tveim­ur mönn­um, bundið við stöng og því svo hrint fram af 68 metra háum turn­in­um. 

Atriðið var framið í til­efni opn­un­ar nýj­ustu afþrey­ing­ar­inn­ar í Meix­in Red Wine Town-skemmtigarðinum í borg­inni Chongq­ing, teygju­stökks.

Sam­kvæmt kín­versk­um fjöl­miðlum var svínið sent í slát­ur­hús að sýn­ingu lok­inni.

Dýr­aníð er ekki refsi­vert í Kína, en sterk nei­kvæð viðbrögð Kín­verja við atriðinu eru sögð sýna auk­inn áhuga þjóðar­inn­ar á dýra­rétt­ind­um. Skemmtig­arður­inn hef­ur í kjöl­farið beðist af­sök­un­ar og sagst ætla að bæta sig. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert