Fjórir látnir og smit milli manna staðfest

Á flugvöllum er farið að skima þá sem koma frá …
Á flugvöllum er farið að skima þá sem koma frá Wuhan. AFP

Fjórir eru látnir úr nýjum lungnasjúkdómi sem breiðist hratt út í Kína. Yfirvöld þar í landi hafa staðfest að veiran geti smitast milli manna.

Nýjasta fórnarlamb kórónaveirunnar er 89 ára íbúi Wuhan en allt bendir til þess að upptök sjúkdómsins hafi verið þar. 

Yfir 200 tilfelli hafa verið tilkynnt í Kína og hefur lungnasjúkdómurinn bæði greinst í Peking og Sjanghaí. Heilbrigðisyfirvöld í Kína staðfestu í gær að í tveimur tilvikum hafi verið um smit á milli manna að ræða.

Borgarlæknir í Wuhan segir að 15 heilbrigðisstarfsmenn hið minnsta hafi smitast af veirunni og þar af sé einn mjög alvarlega veikur. Þeim er öllum haldið í einangrun að því er segir í frétt BBC.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert