Sagði að Trump ætti að víkja úr embætti

Adam Schiff ræðir við fjölmiðla fyrr í dag.
Adam Schiff ræðir við fjölmiðla fyrr í dag. AFP

Demókratar hófu fyrir skömmu málflutning sinn í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Adam Schiff, þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, steig í pontu í öldungadeildinni og sagði að Trump ætti að víkja úr embætti fyrir að hafa misnotað vald sitt og hindrað framgang réttvísinnar.

Demókratar hafa 24 klukkustundir á næstu þremur dögum til að rökstyðja mál sitt. Að því loknu taka við lögmenn Hvíta hússins sem munu verja repúblikanann Trump.

Umfjöllun BBC um réttarhöldin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert