Bretar ósáttir við synjun Pompeo

AFP

Ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, Dom­inic Raab, er ósátt­ur við ákvörðun banda­rískra yf­ir­valda um að fram­selja ekki eig­in­konu diplómata sem er ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í Bretlandi. Raab ræddi við sendi­herra Banda­ríkj­anna í Bretlandi, Woo­dy John­son, í síma í morg­un þar sem hann lýsti von­brigðum sín­um og bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar við ákvörðun Banda­ríkja­manna.

Mál banda­rísku kon­unn­ar, Anne Sacoolas, hef­ur haft nei­kvæð á ann­ars góð sam­skipti ríkj­anna tveggja og vakið umræður um mörk friðhelgi diplómata í mál­um sem tengj­ast ekki þjóðarör­yggi á nokk­urn hátt.

Harry Dunn var nítj­án ára gam­all þegar hann lenti í árekstri við bif­reið sem ekið var á röng­um veg­ar­helm­ingi í ág­úst. Dunn ók vél­hjóli. Slysið varð skammt frá her­stöð flug­hers­ins í Croug­ht­on en banda­ríski her­inn not­ar stöðina sem sam­skiptamiðstöð. Sacoolas, sem játaði að hafa ekið bif­reiðinni, var ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi og hættu­legt öku­lag.

Raab seg­ir að bresk yf­ir­völd líti svo á að Anne Sacoolas eigi að snúa aft­ur til Bret­lands og stjórn­völd skoði nú vel hvaða mögu­leik­ar séu í stöðunni. „Bret­land hefði hagað sér á ann­an hátt ef þetta hefði verið bresk­ur diplómati sem starfaði í Banda­ríkj­un­um,“ seg­ir hann.

Timm Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry Dunn, krefjast réttlætis …
Timm Dunn og Char­lotte Char­les, for­eldr­ar Harry Dunn, krefjast rétt­læt­is í mál­inu. AFP

Anne Sacoolas hef­ur hingað til neitað að verða við kröfu for­eldra Dunns og svara til saka í Bretlandi. Ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Mike Pom­peo, ákvað að hafna kröfu Breta um framsal. 

For­eldr­ar Dunn fengu að vita af ákvörðun Pom­peo í gær og segja þau að það hafi ekki komið þeim á óvart. „Þetta er lög­leysa, spillt stjórn­sýsla sem gríp­ur hvert tæki­færi til þess að ráðast á jafn­vel þeirra nán­ustu banda­menn alþjóðlega,“ seg­ir talsmaður fjöl­skyld­unn­ar, Radd Seiger.

Ef Trump og Pom­peo telja að þessu ljúki núna er þetta bara upp­hafið að öðru, seg­ir hann, en fjöl­skyld­an ætl­ar á fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar til þess að ákveða næstu skref í mál­inu. 

For­eldr­ar pilts­ins, Char­lotte Char­les og Tim Dunn, áttu fund með Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, í Hvíta hús­inu í októ­ber. Þau segja að hann hafi tekið vel á móti þeim en gagn­rýndu til­raun­ir hans til að láta þau hitta Sacoolas sem var í næsta her­bergi ásamt ljós­mynd­ur­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert