81 látinn úr kórónaveirunni

AFP

Kínversk yfirvöld hafa framlengt fríið í kringum nýárið í þeirri von að vinna meiri tíma í baráttunni við kórónaveiruna. 81 er látinn af völdum sjúkdómsins en yfir 20 dauðsföll hafa verið tilkynnt í dag.

Borgin Wuhan og aðrar nærliggjandi borgir eru í sóttkví en 24 ný dauðsföll voru tilkynnt í Hubei-héraði í dag og eitt í Hainan. Vitað er að yfir 2.700 hafa sýkst af veirunni. Meðal þeirra er níu mánaða gamalt barn sem er yngsti einstaklingurinn sem hefur smitast. 

Miklar hömlur hafa verið lagðar á ferðalög fólks og í stað þess að hundruð milljóna Kínverja hafi langt land undir fót í kringum nýárshátíðina hefur ferðalögum verið aflýst í þeirri von um að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn dreifist. 

Yfirvöld í Mongólíu hafa lokað landamærunum að Kína fyrir bílaumferð og lokað skólum við landamærin. Skólarnir verða lokaðir til 2. mars í þeirri von að koma í veg fyrir að veiran dreifist þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka