Framhjáhald konungs bar ávöxt

Al­bert II, fyrr­ver­andi kon­ung­ur Belg­íu.
Al­bert II, fyrr­ver­andi kon­ung­ur Belg­íu. AFP

Al­bert II, fyrr­ver­andi kon­ung­ur Belg­íu, játaði í dag að fimmtug kona að nafni Delp­hine Boël væri dótt­ir hans, líkt og hún hef­ur lengi haldið fram. Dómstóll í Brussel fyrirskipaði fyrrverandi konunginum að taka faðernispróf árið 2018.

Fram kemur í frétt AFP að konungurinn fyrrverandi hafi átt í löngu framhjáhaldi með móður Boëls, Sybille de Selys Longchamps barónessu og átt dótt­ur með henni.

Faðern­is­próf sem fram­kvæmt var 2013 hafði áður sannað að iðnjöf­ur­inn Jacqu­es Boël væri ekki faðir Boëls. Al­bert, sem er 83 ára, lét af kon­ung­dómi þetta sama ár, en sú ákvörðun þýddi að hann er ekki leng­ur und­anþeg­inn því að hlýta ákvörðunum dóm­stóla.

Í yfirlýsingu frá Alberti kom fram að hann sæi engan tilgang í því að halda áfram í þessu erfiða máli en hann hafði áður neitað því staðfastlega að vera faðir Boël.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert