Tump segir ummæli Boltons vera sölubrellu

John Bolton og Donald Trump.
John Bolton og Donald Trump. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, neitaði í dag að hafa sagt John Bolt­on, fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa Hvíta húss­ins, að hernaðaraðstoð til Úkraínu væri háð því skilyrði að stjórnvöld þar myndu rannsaka pólitískan andstæðing hans.

Þetta kemur fram í færslu Trumps á Twitter en í gær birti New York Times frétt þar sem fram kemur að Bolton staðhæfi þetta í bók sem hann er að gefa út. „Ef John Bolton segir þetta þá er það bara til þess að selja bókina,“ skrifar Trump á fjölmiðil sinn — Twitter.

Samkvæmt óbirtu handriti Boltons á Trump að hafa sagt Bolton að hann vildi frysta 391 milljón Bandaríkjadala sem var eyrnamerkt sem aðstoð fyrir Úkraínu þangað til stjórnvöld í Kænugarði myndu hefja rannsókn á demókratanum Joe Biden. 

Trump var kærður fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Demókratar hafa farið fram á að embættismenn í valdatíð Trumps beri vitni, þar á meðal Bolton og Mick Mulvaney, skrifstofustjóri Hvíta hússins. Telja demókratar að þeir tveir viti ýmislegt um samninga Trumps í Úkraínu. Bolton segir að hann sé reiðubúinn til þess verði honum stefnt fyrir dóm. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert