Xi Jinping, forseti Kína, segir að landið eigi í alvarlegri baráttu við hinn „djöfullega“ kórónavírus og heitir hann gagnsæi stjórnvalda í baráttunni gegn útbreiðslu hans.
„Þessi faraldur er djöfullegur og við getum ekki leyft þessum djöfli að fela sig,“ sagði Xi á fundi með yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
„Kínversk stjórnvöld hafa alltaf lagt áherslu á gagnsæi og ábyrga afstöðu við að upplýsa aðila heima fyrir og erlend lönd á skjótan hátt um faraldurinn,“ sagði hann.