„Raunsæ tveggja ríkja lausn“

Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti friðaráætlun Bandaríkjastjórnar í dag, en lokahönd var lögð á áætlunina á friðarráðstefnu í Barein sem hefur staðið yfir síðustu daga. Áætlunin byggir á efnahagsáætlun Trump fyrir Vesturbakkann og Gaza sem greint var frá síðasta sumar. 

Palestínskt ríki verður stofnað og höfuðborg þess verður í austurhluta Jerúsalem, samkvæmt áætluninni. Jerúsalem verður þó áfram „óskipt höfuðborg“ Ísrael. 

Áætlunin felur einnig í sér að yfirráðasvæði Palestínu nær tvöfaldast að stærð en yfirráð Ísraels yfir hluta Vesturbakkans verða á sama tíma viðurkennd. Þá munu Ísraelar ekki fjölga landtökubyggðum næstu fjörur árin á meðan viðræður standa yfir og Bandaríkin hyggjast viðurkenna byggðirnar sem hluta af Ísrael. 

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var viðstaddur þegar Trump kynnti áætlunina í Washington, áætlun sem er tilraun til að finna lausn á einni lengstu yfirstandandi deilu alþjóðastjórnmála. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í Hvíta húsinu í dag þegar Trump kynnti áætlun sína um frið milli Ísraels og Palestínu. AFP

„Í dag tekur Ísrael stórt skref fram á við í átt að friði,“ sagði Trump. Hann sagði áætlunina vera raunhæfa tveggja ríkja lausn sem kemur báðum ríkjum til góða og hvorki íbúar Palestínu né Ísraels þurfi að yfirgefa heimili sín. 

„Jerúsalem er ekki til sölu“

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir áætlun Trumps vera samsæri. „Ég segi við Trump og Netanyahu: Jerúsalem er ekki til sölu, öll okkar réttindi eru ekki til sölu og ekki hægt að semja um. Friðaráætlun þín, samsærið, verður ekki samþykkt,“ sagði Abbas í sjónvarpsávarpi stuttu eftir að Trump kynnti áætlunina. 

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir réttindi Palestínumanna ekki til sölu …
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir réttindi Palestínumanna ekki til sölu og hafnar friðaráætlun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. AFP




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert