170 látnir og yfir sex þúsund smitaðir

Hert hefur verið á ferðatakmörkunum fólks og sums staðar er …
Hert hefur verið á ferðatakmörkunum fólks og sums staðar er skylda að bera grímur. AFP

Dauðsföll­um af völd­um kór­óna­veirunn­ar held­ur áfram að fjölga og hafa kín­versk yf­ir­völd staðfest að 170 eru látnir og 6.165 hafa smit­ast. Smit­um hef­ur fjölgað um tæp­lega 1.000 síðan í gær. 

Greint var frá því fyrr í kvöld að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði boðað til neyðarfundar á morgun vegna útbreiðslu veirunnar. Þar verður ákveðið hvort lýsa eigi yfir alþjóðlegu neyðarástandi.

Veiran hefur breiðst út víðs veg­ar um Kína og til að minnsta kosti 17 annarra landa. Þó svo að til­fell­in utan Kína séu enn til­tölu­lega fá tel­ur stofn­un­in að veir­an geti breiðst enn frek­ar út utan Kína. 

Sér­fræðing­ar við verk­fræðideild John Hopk­ins-há­skóla í Mary­land í Banda­ríkj­un­um hafa út­búið gagn­virkt kort þar sem hægt er að fylgj­ast með út­breiðslu kór­óna­veirunn­ar. Kortið má nálgast hér en það er uppfært reglulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert