BA aflýsir öllu flugi til og frá Kína

AFP

Brit­ish Airways hef­ur af­lýst öllu beinu flugi til og frá meg­in­landi Kína vegna kór­óna­veirunn­ar. For­svars­menn flug­fé­lags­ins til­kynntu þetta eft­ir að ut­an­rík­is­ráðuneyti Bret­lands mælti gegn öll­um nema nauðsyn­leg­um ferðalög­um til Kína.

Verið er að flytja út­lend­inga frá borg­inni Wu­h­an og ná­grenni en yfir 100 eru látn­ir og dreif­ist far­sótt­in víða. Smit hafa verið staðfest í 16 lönd­um fyr­ir utan Kína en þar í landi eru yfir sex þúsund staðfest smit.

Rúss­neska flug­fé­lagið Ur­als Air­lines hef­ur af­lýst hluta af Evr­ópuflugi sínu, þar á meðal til Par­ís­ar og Róm­ar, vegna far­sótt­ar­inn­ar. Flug­fé­lagið, sem er með höfuðstöðvar í Jeka­ter­in­borg í Úral­fjöll­un­um, hef­ur af­lýst öllu flugi til München, Par­ís­ar og Róm­ar sem og til japönsku borg­ar­inn­ar Sapp­aro. Ekki verður flogið á þessa áfangastaði aft­ur fyrr en í vor.

Ástæðan fyr­ir því að þess­ir áfangastaðir urðu fyr­ir val­inu er sú að þeir eru vin­sæl­ir meðal kín­verskra ferðamanna. Áður hafði flug­fé­lagið hætt við allt flug til Hain­an-eyju í Suður-Kína­hafi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert