Þeir „illu andar“ sem tengjast hatri og gyðingaandúð eru aftur að komast upp á yfirborðið.
Þetta sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, í ræðu sem hann hélt í Berlín í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá frelsun fólks úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz.
„Illir andar fortíðarinnar eru að koma aftur upp á yfirborðið í nýju dulargervi. Það sem meira er þá eru þeir að kynna sína þjóðernis-einræðisstefnu sem hugsjón, sem betra svar við þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir í dag,“ sagði hann.
Steinmeier greindi frá þessu á sérstökum þingfundi sem Reuven Rivlin, forseti Ísraels, og þingmenn sóttu, meðal annars frá þýska þjóðernisflokknum AfD.