Lion Air aflýsir flugferðum til og frá Kína

Lion Air hefur aflýst flugferðum sínum til Kína.
Lion Air hefur aflýst flugferðum sínum til Kína. AFP

Indónesíska flugfélagið Lion Air, sem hefur yfir að ráða stærsta flugvélaflota í Suðaustur-Asíu, ætlar að aflýsa flugferðum til og frá Kína vegna kórónaveirunnar.

„Öllum flugferðum til Kína verður hætt tímabundið frá og með 1. febrúar,“ sagði Danang Mandala Prihantoro, talsmaður flugfélagsins, við AFP-fréttastofuna.

Lion Air ferðast til fimmtán kínverskra borga og hefur þessi ákvörðun því töluverð áhrif hjá flugfélaginu.

Meira en ein milljón kínverskra ferðamanna heimsækir Indónesíu á hverju ári og tugir þúsunda koma einnig til landsins til að vinna.

Lion Air fetar þar með í fótspor British Airways sem hefur einnig ákveðið að hætta flugferðum til og frá Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert