McDonalds greindi frá því í dag að ákveðið hefði verið loka öllum veitingastöðum fyrirtækisins í Hubei-héraði í Kína en kórónaveiran á upptök sín í borginni Wuhan í héraðinu.
Dauðsföllum af völdum kórónaveirunnar heldur áfram að fjölga og hafa kínversk yfirvöld staðfest rúmlega 130 dauðsföll og meira en 6.000 manns hafa smitast.
Flugfélög hafa aflýst flugferðum til Kína og þá hafa utanríkisráðuneyti ýmissa ríkja ráðið fólki frá ferðalögum til Kína.
Chris Kempczinski, forstjóri McDonalds, sagðist hafa áhyggjur af ástandinu og þess vegna hefði verið ákveðið að loka öllum veitingastöðunum í Hubei-héraði.
Þrjú þúsund aðrir McDonalds-staðir í Kína verða hins vegar áfram opnir.