Bannað að fljúga frá Kína til Ísraels

Úkraínskur ferðamaður nýkominn til heimalands síns frá Kína.
Úkraínskur ferðamaður nýkominn til heimalands síns frá Kína. AFP

Allar flugferðir frá Kína til Ísraels verða bannaðar vegna kórónaveirunnar.

„Við ætlum ekki að leyfa neina flugferð á næstunni frá Kína til okkar lands, ekki eina einustu,“ sagði Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísraels, á blaðamannafundi.

Hann bætti við að allir þeir sem eru staddir í Ísrael en hafa komið þangað frá Kína eigi að halda sig heima við næstu tvær vikurnar og ekki vera á meðal almennings, jafnvel þótt þeir hafi engin sjúkdómseinkenni.

Fyrr í dag greindi flugfélagið El Al frá því að það ætlaði að aflýsa öllum flugferðum til Peking til 25. mars.

Að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa 170 manns látist af völdum kórónaveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert