Allar flugferðir frá Kína til Ísraels verða bannaðar vegna kórónaveirunnar.
„Við ætlum ekki að leyfa neina flugferð á næstunni frá Kína til okkar lands, ekki eina einustu,“ sagði Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísraels, á blaðamannafundi.
Hann bætti við að allir þeir sem eru staddir í Ísrael en hafa komið þangað frá Kína eigi að halda sig heima við næstu tvær vikurnar og ekki vera á meðal almennings, jafnvel þótt þeir hafi engin sjúkdómseinkenni.
Fyrr í dag greindi flugfélagið El Al frá því að það ætlaði að aflýsa öllum flugferðum til Peking til 25. mars.
Að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa 170 manns látist af völdum kórónaveirunnar.