Grunur um kórónatilfelli í skemmtiferðaskipi

Skipið, Costa Smeralda, sem er á vegum ítalska fyrirtækisins Costa …
Skipið, Costa Smeralda, sem er á vegum ítalska fyrirtækisins Costa Crociere, er við höfn í strandbænum Civitavecchia norðvestur af Róm. AFP

Yfir sex þúsund ferðamenn hafa verið kyrrsettir á skemmtiferðaskipi á Ítalíu eftur að grunur kom upp um að tveir farþeganna gætu verið smitaðir af kórónaveirunni. 

Þrír læknar og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið og tóku sýni úr farþegunum, sem eru kínverskir, og sendu í rannsókn. Skipið, Costa Smeralda, sem er á vegum ítalska fyrirtækisins Costa Crociere, er við höfn í strandbænum Civitavecchia norðvestur af Róm. 

Að áhöfninni meðtalinni eru um sjö þúsund í skipinu og hefur þeim verið gert að halda kyrru fyrir á meðan niðurstaðna úr sýnunum er beðið. 170 eru látn­ir af völdum kórónaveirunnar og 7.783 hafa smit­ast.

Skipið, sem er á vegum ítalska fyrirtækisins Costa Crociere, er …
Skipið, sem er á vegum ítalska fyrirtækisins Costa Crociere, er við höfn í strandbænum Civitavecchia norðvestur af Róm. Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert