Sýknaður af yfirhylmingu barnaníðs

Barbarin hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm í málinu á síðasta …
Barbarin hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm í málinu á síðasta ári. AFP

Franski kardínálinn Philippe Barbarin, sem var á síðasta ári fundinn sekur um að hafa ekki tilkynnt um barnaníð prests sem hann átti að hafa vitað um, var í dag sýknaður eftir að hafa áfrýjað málinu. Hann hafði áður fengið sex mánaða skilorðsbundinn dóm í málinu, sem hristi vel upp í kaþólsku kirkjunni í Frakklandi. BBC greinir frá.

Presturinn sem um ræðir heitir Bernard Preynat og var sakaður um að hafa misnotað fjölda skátadrengja á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Barbarin sagðist hafa komist á snoðir um misnotkunina árið 2014. Í kjölfarið leysti hann Preynat úr embætti og tilkynnti Vatíkaninu um málið. Hann var hins vegar sagður hafa vitað um málið mun lengur án þess að gera nokkuð í því. Barbarin hefur alltaf neitað fyrir að hafa reynt að hylma yfir meinta glæpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert