Vanessa Bryant tjáir sig um sorgina

Vanessa Laine Bryant og Kobe Bryant.
Vanessa Laine Bryant og Kobe Bryant. AFP

Ekkja Kobes Bryants, Vanessa Bryant, tjáði sig í fyrsta skipti í gærkvöldi um þyrluslysið sem kostaði eiginmann hennar og dóttur, Giönnu, lífið. Hún segir að fjölskyldan sé algjörlega eyðilögð í kjölfar harmleiksins.

Vanessa og Kobe gengu í hjónaband árið 2001 þegar hún var aðeins 19 ára gömul. Í færslu á Instagram fjallar hún um líðan fjölskyldunnar. 

Bryant og 13 ára gömul dóttir þeirra, Gianna, létust þegar Sikorsky S-76-þyrla sem þau voru um borð í fórst í mikilli þoku í Calabasas, norðvestur af Los Angeles. Alls létust níu í slysinu. Þyrlan var á leið til Mamba Sports-akademíunnar í Thousand Oaks þar sem Gianna átti að taka þátt í körfuboltaleik.

„Það eru ekki til orð sem lýsa sársauka okkar núna,“ segir Vanessa en hún hefur einnig breytt instagrammynd sinni í mynd af Kobe og Giönnu. „Ég finn huggun í því að vita að Kobe og Gigi vissu bæði hvað þau voru elskuð.“ 

View this post on Instagram

My girls and I want to thank the millions of people who’ve shown support and love during this horrific time. Thank you for all the prayers. We definitely need them. We are completely devastated by the sudden loss of my adoring husband, Kobe — the amazing father of our children; and my beautiful, sweet Gianna — a loving, thoughtful, and wonderful daughter, and amazing sister to Natalia, Bianka, and Capri. We are also devastated for the families who lost their loved ones on Sunday, and we share in their grief intimately. There aren’t enough words to describe our pain right now. I take comfort in knowing that Kobe and Gigi both knew that they were so deeply loved. We were so incredibly blessed to have them in our lives. I wish they were here with us forever. They were our beautiful blessings taken from us too soon. I’m not sure what our lives hold beyond today, and it’s impossible to imagine life without them. But we wake up each day, trying to keep pushing because Kobe, and our baby girl, Gigi, are shining on us to light the way. Our love for them is endless — and that’s to say, immeasurable. I just wish I could hug them, kiss them and bless them. Have them here with us, forever. Thank you for sharing your joy, your grief and your support with us. We ask that you grant us the respect and privacy we will need to navigate this new reality. To honor our Team Mamba family, the Mamba Sports Foundation has set up the MambaOnThree Fund to help support the other families affected by this tragedy. To donate, please go to MambaOnThree.org. To further Kobe and Gianna’s legacy in youth sports, please visit MambaSportsFoundation.org. Thank you so much for lifting us up in your prayers, and for loving Kobe, Gigi, Natalia, Bianka, Capri and me. #Mamba #Mambacita #GirlsDad #DaddysGirls #Family ❤️

A post shared by Vanessa Bryant 🦋 (@vanessabryant) on Jan 29, 2020 at 4:59pm PST

Vanessa og Kobe Bryant kynntust við tökur á myndskeiði þar sem hún var við fyrirsætustörf. Hún var 17 ára gömul og nemandi í menntaskóla á þeim tíma. 

Þau trúlofuðu sig árið 2001 og gengu í hjónaband hálfu ári síðar. Þau eignuðust fjórar dætur saman; Natalia er 17 ára, Bianka þriggja ára og Capri er aðeins sjö mánaða gömul. 

Árið 2003 var Kobe sakaður um nauðgun á 19 ára gamalli stúlku á hóteli í Colorado. Vanessa kom fram á blaðamannafundi með eiginmanni sínum í kjölfarið þar sem hann lýsti ást sinni á henni. Hann játaði að hafa verið ótrúr en neitaði því að hafa nauðgað stúlkunni. Málinu var síðar vísað frá þar sem stúlkan féll frá kærunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert