Fleiri smitaðir en af SARS-veirunni

Þessi mynd er tekin rétt hjá sjúkrahúsi í Wuhan en …
Þessi mynd er tekin rétt hjá sjúkrahúsi í Wuhan en þessi eldri maður hrundi niður og lést úti á götu í borginni í gær. AFP

Banda­rísk yf­ir­völd hafa fyr­ir­skipað þegn­um sín­um að forðast ferðalög til Kína eft­ir að Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna kór­óna­veirunn­ar sem á upp­tök sín í kín­versku borg­inni Wu­h­an. Alls eru 213 látn­ir og fleiri eru sýkt­ir en þegar SARS-far­sótt­in geisaði fyr­ir tæp­um tveim­ur ára­tug­um.

Banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi og lagt bann við ferðalög­um til Kína og að þeir sem þegar eru þar eigi að forða sér hið snar­asta.

Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóri WHO, seg­ir að það sem stofn­un­in ótt­ist mest sé hvað ger­ist ef veir­an breiðist til landa þar sem heil­brigðis­kerfi eru lé­leg og veik­b­urða. 

Tæplega 10 þúsund hafa smitast.
Tæp­lega 10 þúsund hafa smit­ast. AFP

Jap­an, líkt og Þýskalandi, Bret­land og fleiri ríki hafa þegar gert, hvatti þegna sína í dag til þess að forðast ferðalög til Kína en krafa Banda­ríkj­anna er mun af­drátt­ar­laus­ari en annarra ríkja. Smit hafa greinst í yfir 20 lönd­um og hafa ríki eins og Mong­ól­ía bannað fólki að fara yfir landa­mær­in til Kína. Eins hafa Rúss­ar lokað landa­mær­um sín­um við Kína í austri. Nokk­ur ríki hafa bannað ferðalög til Wu­h­an og annarra borga í Hubei-héraði. Ítal­ía og Ísra­el lokuðu á allt flug til Kína í gær líkt og nokk­ur flug­fé­lög höfðu þegar gert.

Kín­versk yf­ir­völd til­kynntu í dag að til standi að senda leiguflug­vél­ar eft­ir íbú­um Hubei-héraðs sem eru stadd­ir er­lend­is og þeir sem eru frá Wu­h­an verði send­ir í ein­angr­un þangað. 

Franskir ríkisborgarar á leið heim frá Wuhan.
Fransk­ir rík­is­borg­ar­ar á leið heim frá Wu­h­an. AFP

Fyrsta smit manna á milli í Banda­ríkj­un­um kom upp í gær er ljóst var að maður í Chicago hafði smit­ast af veirunni af eig­in­konu hans sem hafði ferðast til Wu­h­an. Víða í heim­in­um rík­ir mik­ill ótti og má meðal ann­ars nefna sex þúsund farþega um borð í skemmti­ferðaskipi í ít­alskri höfn. Þeir voru sett­ir í ein­angr­un um borð í skip­inu eft­ir að tveir kín­versk­ir farþegar veikt­ust. Síðar kom í ljós að þeir voru ekki smitaðir af kór­óna­veirunni.

AFP

Líkt og hér kom fram að fram­an eru 213 staðfest and­lát af völd­um veirunn­ar. 43 ný dauðsföll voru til­kynnt í dag og eru þau öll fyr­ir utan eitt í Hubei. Í flest­um til­vik­um eru það eldri borg­ar­ar sem hafa dáið af völd­um veirunn­ar. Alls eru 9.692 staðfest smit en alls voru SARS-smit­in 8.096 tals­ins. Alls lét­ust 774 úr SARS og hún dreifðist til rúm­lega tutt­ugu landa. 102 þúsund manns eru und­ir eft­ir­liti í Kína vegna gruns um smit.

WHO hef­ur fimm sinn­um lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu frá því það var gert í fyrsta skipti. Vegna svínaflesnu, mænu­veiki, Zika-veirunn­ar og í tvígang vegna ebólu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert