Meinað að koma til Bandaríkjanna vegna veirunnar

Frá John F. Kennedy-flugvellinum í New York.
Frá John F. Kennedy-flugvellinum í New York. AFP

Bandarísk yfirvöld ætla að lýsa yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna kórónaveirunnar. Einnig verður erlendum ríkisborgurum sem hafa ferðast til Kína undanfarnar tvær vikur meinað að koma til landsins.

Þannig vilja Bandaríkin koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Ákvörðunin tekur gildi á sunnudaginn.

Þar að auki þurfa allir bandarískir ríkisborgarar sem eru á leið heim frá kínverska héraðinu Hubei að fara í fjórtán daga einangrun.

Kórónaveiran er sögð eiga upptök sín í borginni Wuhan í Hubei. 

Starfsmaður John F. Kennedy-flugvallar með andlitsgrímu.
Starfsmaður John F. Kennedy-flugvallar með andlitsgrímu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka