Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði því í kvöld í atkvæðagreiðslum að fleiri vitni kæmu fyrir deildina í réttarhöldunum yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.
Fram kemur í frétt AFP að atkvæðagreiðslan hafi farið þannig að 51 atkvæði hafi verið greitt á móti því að fleiri vitni kæmu fyrir öldungadeildina en 49 atkvæði með.
Atkvæði féllu eftir flokkslínum en demókratar höfðu vonast til þess að þeim tækist að sannfæra nógu marga þingmenn repúblikana um að styðja málið.
Ekki er búist við að öldungadeildin taki endanlega afstöðu til ákærunnar á hendur Trump fyrr en eftir nokkra daga.