Fyrirtækið sem á þyrluna sem flaug með körfuboltahetjuna Kobe Bryant, dóttur hans og sjö aðra þegar hún brotlenti var ekki með tilskilið leyfi til að fljúga í þoku.
Island Express Helicopters mátti aðeins fljúga þyrlum sínum þegar flugmaðurinn gat séð greinilega hvert hann var að fljúga, að því er BBC greindi frá.
Flugmaðurinn var með opinbert leyfi til að fljúga þyrlu en gat einungis stólað á leiðbeiningar í stjórnklefanum meðan á fluginu stóð. Að sögn sérfræðinga hafði hann aftur á móti litla reynslu af slíkum flugferðum.
Rannsókn stendur enn yfir á orsökum slyssins, þar sem allir um borð fórust vestur af Los Angeles.
Bryants var minnst í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers spilaði sinn fyrsta leik frá andláti hans. Liðið klæddist treyjum með númerum hans 8 og 24 á meðan þúsundir hrópuðu „Kobe, Kobe!“
The Lakers honor the life and legacy of Kobe Bryant.
— NBA TV (@NBATV) February 1, 2020
(via @Lakers)pic.twitter.com/jECchAbJ8Y
We’ll remember him in the purple and gold sunsets from the upper concourse balcony. In the M-V-P chants and the constant strive for perfection.https://t.co/2ubYTo1GYR
— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 1, 2020