Daniel arap Moi er látinn 95 ára gamall

Daniel arap Moi fagnar stuðningsmönnum sínum þegar hann var kjörinn …
Daniel arap Moi fagnar stuðningsmönnum sínum þegar hann var kjörinn til embættis á sínu síðasta kjörtímabili. AFP

Daniel arap Moi fyrrverandi forseti Kenýa er látinn 95 ára gamall. Hann var forseti landsins í 24 ár og var fyrst kjörinn til embættis árið 1978 og sat til ársins 2002. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir einræðistilburði en fylgismenn hans sögðu hann hafa komið á stöðugleika. 

Lög um setu forseta á valdastóli gerðu það að verkum að Moi gat ekki gefið kost á sér til endurkjörs árið 2002. Hann var annar forseti landsins sem gegndi embætti eftir að fyrsti kenýski forseti landsins Jomo Kenyatta komst til valda. Kenyatta var fyrsti forseti landsins sem tók við stjórnartaumum landsins eftir að Kenýa braust undan valdi nýlenduherra sinna, Breta. Kenyatta lést árið 1978. 

Fólk bæði óttaðist Moi og dáði en hann var jafnframt sakaður um að brjóta mannréttindi í starfi sínu. Hann var talinn spilltur og nýtti uppbyggingu vega og verksmiðja í pólitískum tilgangi. Ef helstu ráðamenn ýmissa borga og héraða í Kenýa studdu flokk forsetans, Kanu, fengu byggðarlögin að njóta góðs af því í formi uppbyggingar innviða og atvinnulífs.  

Ættingjar og vinir safnast saman til að minnast Daniel arap …
Ættingjar og vinir safnast saman til að minnast Daniel arap Moi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert