Að minnsta kosti tíu farþegar um borð í skemmtiferðaskipi, sem kyrrsett var í Yokohama-flóa í Japan í dag og sett í sóttkví, eru með kórónuveiruna.
3.711 eru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess, þar af 2.666 farþegar og 1.045 í áhöfn.
Ákveðið var að setja skipið í sóttkví eftir að maður, sem hafði verið farþegi í skipinu, var greindur með veiruna í Hong Kong.