Trump segist vera eini sigurvegari kvöldsins

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Það hlakkaði í Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar tíðindi bárust af miklum töfum við birtingu úrslita úr forvali demókrata í ríkinu Iowa vegna forsetakosninganna í nóvember.

Hann sagði að stórslys hefði átt sér stað. „Ekkert gengur upp, alveg eins og þegar þeir stjórnuðu landinu,“ tísti Trump.

Trump vann sjálfur auðveldlega í forvali repúblikana með 97% atkvæða. „Eina manneskjan sem getur lýst yfir stórum sigri í Iowa í gærkvöldi er „Trump“.“

Meira en sextán klukkustundum eftir að kjósendur mættu í kjörklefann í gærkvöldi eru niðurstöðurnar í forvali demókrata óbirtar. Fyrstu tölur eru væntanlegar klukkan 22 í kvöld.

Vel er fylgst með niður­stöðunni í Iowa þar sem hún þykir segja til um hver verði for­setafram­bjóðandi Demókrataflokksins en for­valið er haldið á tæp­lega 1.700 stöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert