Varaði við veirunni en fékk aðvörun frá yfirvöldum

Li Wenliang, læknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan í Kína, …
Li Wenliang, læknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan í Kína, varaði við útbreiðslu kórónuveirunnar á upphafsdögum hennar en var tekinn á teppið hjá yfirvöldum. Ljósmynd/Weibo

Kínverski læknirinn Li Wenliang reyndi að vara samstarfsfólk sitt við nýrri kórónuveiru þar í landi í upphafi árs. Stuttu síðar fékk hann heimsókn frá kínversku lögreglunni sem bað hann vinsamlegast að hætta að dreifa slúðursögum. 

Nú er hann hylltur sem hetja af almenningi eftir að hann deildi sögu sinni á samfélagsmiðlum, en hann liggur nú á sjúkrahúsi þar sem hann er smitaður af kórónuveirunni. 

„Sæl öll, þetta er Li Wenliang, læknir á Wuhan-spítalanum,“ segir í upphafi færslu hans á samfélagsmiðlinum Weibo, en kórónuveiran á upptök sína að rekja til borgarinnar Wuhan þar sem Li býr og starfar. 

Li Wenliang var m.a. sakaður um að dreifa orðrómi um …
Li Wenliang var m.a. sakaður um að dreifa orðrómi um nýja veirusýkingu sem síðast kom í ljós að er grafalvarleg. Frá því í upphafi árs hafa tæplega 21.000 smitast af kórónaveirunni og 427 látið lífið. Ljósmynd/Weibo

Færslan veitir innsýn í viðbrögð kínverskra yfirvalda við kórónuveirunni en æðstu emb­ætt­is­menn í Kína viður­kenndu nýlega að ekki hefði verið brugðist nógu hratt við þegar kór­ónu­veir­an greind­ist fyrst í borg­inni Wu­h­an und­ir lok síðasta árs. Þá hafa yfirvöld jafn­framt viðurkennt að gall­ar hafi verið á þess­um fyrstu viðbrögðum. 

Li veitti veirunni fyrst athygli 30. desember þegar hann tók eftir því að sjö manns hefðu verið greindir með veiru sem líktist SARS-veirunni, lungna­sýk­ingu sem kom upp árið 2003 í Kína og varð að heims­far­aldri sem dró 774 til dauða á rúmu ári. Hann sendi nokkrum læknum skilaboð þess efnis og varaði við mögulegum faraldri, en sjömenningarnir voru í eingrun á sjúkrahúsi í borginni. 

Li vissi ekki á þeim tíma að um nýtt tilfelli af kórónuveirunni væri að ræða. 

Skjáskot af skilaboðum Li og læknanna fór á flug og fjórum dögum seinna, 3. janúar, var Li kallaður á fund yfirvalda og honum gert að skrifa undir bréf þar sem hann var ásakaður um „að fara með rangt mál“ og „skapa glundroða í samfélaginu“. 

„Við vörum þig við: Ef þú heldur áfram þessari þrjósku og dónaskap og heldur sömuleiðis áfram þessari ólögmætu hegðun, verður þú sóttur til saka - er það skilið?“ segir í bréfinu sem er undirritað af Li ásamt því sem hann skrifar: „Já, ég skil.“ 

Li er í hópi átta manns sem yfirvöld rannsökuðu fyrir að „dreifa orðrómi“. 

„Við vörum þig við: Ef þú heldur áfram þessari þrjósku …
„Við vörum þig við: Ef þú heldur áfram þessari þrjósku og dónaskap og heldur sömuleiðis áfram þessari ólögmætu hegðun, verður þú sóttur til saka - er það skilið?“ segir m.a. í bréfinu sem Li var gert að undirrita af yfirvöldum. Ljósmynd/Weibo

Í lok janúar birti Li afrit af bréfinu á Weibo og útskýrði mál sitt. Yfirvöld báðu hann afsökunar en það var um seinan.

Fyrst um sinn var ekki ljóst hvernig kórónuvírusinn smitast milli manna og var Li, sem er augnlæknir, að sinna sjúklingi með gláku, en hann vissi ekki hún hafði einnig verið greind með kórónuveiruna. Þetta var 10. janúar og nokkrum dögum seinna fór Li að sýna einkenni. Daginn eftir fékk hann hita og tveimur dögum seinna var hann lagður inn á sjúkrahús. Foreldrar hans veiktust einnig og voru lögð inn. 

Eftir að Li veiktist furðaði hann sig á því á …
Eftir að Li veiktist furðaði hann sig á því á Weibo af hverju yfirvöld héldu því fram að heilbrigðisstarfsfólk hefði ekki enn smitast. Ljósmynd/Weibo

Tíu dögum seinna, 20. janúar, lýstu kínversk yfirvöld yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Li segir að nokkur sýni hafi  verið tekin úr honum en að ekkert þeirra hafi staðfest að um kórónuveiru væri að ræða. 30. janúar var hann svo loks greindur. 

„Li Wenliang læknir er hetja,“ segir einn notandi á Weibo, en saga Li hefur breiðst hratt út. „Öruggara heilbrigðisumhverfi krefst tuga milljóna af Li Wenliang,“ skrifar annar.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert