Getur ekki gert grein fyrir auðæfunum

Fjárfesting Zamira Hajiyeva í stórhýsi í Harrods og golfvelli í …
Fjárfesting Zamira Hajiyeva í stórhýsi í Harrods og golfvelli í Berkshire vakti athygli yfirvalda. mbl.is/Golli

Breskur áfrýjunardómstóll hefur staðfest úrskurð þess efnis að yfirvöldum sé heimilt að gera upptækt 16 milljóna punda stórhýsi Zamira Hajiyeva. Ástæðan er sú að Hajiyeva hefur ekki getað gert grein fyrir auðæfum sínum.

Í umfjöllun BBC segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem ákvæði breskra laga um óútskýrð auðæfi er beitt.

Fjárfesting Zamira Hajiyeva í stórhýsi í Harrods og golfvelli í Berkshire vakti athygli yfirvalda, sem fóru fram á að Hajiyeva gerði grein fyrir því hvaðan peningarnir, sem hún notaði við kaupin, voru komnir. 

Eiginmaður Hajiyeva er fyrrverandi bankastarfsmaður sem situr á bak við lás og slá í heimalandi þeirra Azerbaijan fyrir fjársvik. Hajiyeva hefur ekki getað fært sönnur á að henni hafi áskotnast peningarnir með heiðarlegum hætti, en á móti kemur að bresk stjórnvöld hafa heldur engin sönnunargögn þess efnis að glæpur hafi verið framinn. 

Engu að síður hafa yfirvöld leyfi til þess að gera eignir hennar upptækar. Hjónin neita að hafa gert nokkuð rangt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert