Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að Bandaríkjaþing strokaði út ákæru um embættisbrot á hendur honum sem tekin var fyrir í öldungadeildinni á miðvikudag og hann sýknaður. Var hann ákærður fyrir að hafa misbeitt valdi og hindrað störf þingsins. AFP-fréttastofan greinir frá.
„Ættu þeir ekki að stroka út ákæruna í þinginu? Þeir ættu að gera það því þetta voru blekkingar,“ sagði hann við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag.
Í ræðu sem Trump hélt í Hvíta húsinu í gær sagði hann pólitíska andstæðinga sína andstyggilega og miskunnarlausa. Hann sagðist hafa verið dreginn í gegnum helvíti með þessar ákæru, af óheiðarlegu og spilltu fólki.