Fjöldamorðingi á samfélagsmiðlum

Af Facebook-síðu Jakrapanth Thomma.
Af Facebook-síðu Jakrapanth Thomma. AFP

Taí­lensk­ur hermaður er bú­inn að drepa tutt­ugu hið minnsta og ekki hef­ur tek­ist að stöðva blóðbaðið enn þá að sögn lög­reglu í borg­inni Nak­hon Ratchasima. Hann hef­ur birt mynd­ir og mynd­skeið á sam­fé­lags­miðlum á meðan árás­inni stend­ur. 

Maður­inn, Jakrap­hanth Thomma, drap yf­ir­mann sinn í hern­um áður en hann stal vopn­um í her­stöðinni sem hann starfar á. Þaðan ók hann í miðborg­ina og  fór þar inn í versl­un­ar­kjarna þar sem talið er að hann feli sig enn.

AFP

Auk þess að skjóta yf­ir­mann sinn til bana drap hann einnig konu og karl í her­stöðinni. Þegar hann ók frá her­stöðinni að Term­inal 21 versl­un­ar­miðstöðinni skaut hann á fólk á nokkr­um stöðum á leiðinni og hafa taí­lensk­ir fjöl­miðlar birt mynd­ir af því þar sem hann sést fara út úr bíln­um og skjóta á fólk sem fyr­ir hon­um varð. 

Mynd­ir úr ör­ygg­is­mynda­vél­um versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar hafa sýnt hann á ferðinni þar inni vopnaður riffli. Eins log­ar eld­ur í bygg­ing­unni og er talið að gaskút­ur hafi sprungið þegar hann skaut á hann. 

Sam­kvæmt frétt Bang­kok Post hef­ur maður­inn, sem er 32 ára gam­all, tekið fólk í gísl­ingu. Enn heyr­ast skot­hvell­ir frá versl­un­ar­miðstöðinni. 

Hann hef­ur birt nokkr­ar færsl­ur á sam­fé­lags­miðlum á meðan árás­inni stend­ur, þar á meðal spurði hann fylgj­end­ur sína á Face­book hvort hann hætti að gefa sig fram við lög­reglu. Face­book hef­ur nú lokað síðunni. 

Frétt BBC

Úr myndskeiði sem Jakrapanth Thomma birti á Facebook.
Úr mynd­skeiði sem Jakrap­anth Thomma birti á Face­book. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert