Kynferðisbrot skekja franska skautaheiminn

Didier Gailhaguet, formaður franska skautasambandsins, sagði af sér.
Didier Gailhaguet, formaður franska skautasambandsins, sagði af sér. AFP

Didier Gail­hagu­et, formaður franska skauta­sam­bands­ins, sagði af sér í skugga kyn­ferðis­brota­mála. Gail­hagu­et teng­ist ekki sjálf­ur brot­un­um með bein­um hætti held­ur er hann sakaður um að líta fram hjá þeim. Hann hef­ur verið valda­mik­ill inn­an franska skauta­heims­ins í ára­tugi og hef­ur meðal ann­ars gegnt for­mennsku nán­ast óslitið frá ár­inu 1998.  

Franska skauta­drottn­ing­in Sarah Abit­bol sem er 44 ára greindi frá því í ævi­sögu sinni að fyrr­ver­andi skautaþjálf­ar­inn henn­ar Gil­les Beyer hafi nauðgað sér fyrst þegar hún var 15 ára göm­ul. Eft­ir það héldu brot­in áfram og stóðu yfir á ár­un­um 1990 - 1992 þegar hún var 15 til 17 ára göm­ul. Hún er marg­fald­ur fransk­ur meist­ari á list­skaut­um og var sig­ur­sæl með dans­fé­laga sín­um Stép­hane Berna­dis.

Skautadrottningin Sarah Abitbol árið 2001 þegar hún tók við bronsverðlaunum …
Skauta­drottn­ing­in Sarah Abit­bol árið 2001 þegar hún tók við bronsverðlaun­um sín­um á Evr­ópu­mót­inu. AFP

Eft­ir að ævi­sag­an kom út í síðustu viku í Frakklandi hafa fleiri kon­ur stigið fram og lýst kyn­ferðis­brot­um og kúg­un sem þessi þjálf­ari, Beyer, og aðrir beittu þær. 

Beyer hef­ur viður­kennt að hafa átt í „óviðeig­andi“ sam­skipt­um við Abit­bol og hef­ur „beðist af­sök­un­ar.“ Abit­bol seg­ir að slíkt sé ekki nóg held­ur krefst hún viður­kenn­ing­ar á brot­un­um hjá „öll­um þeim sem hylmdu yfir [brot­un­um] bæði í klúbbn­um og í sam­band­inu“.

Sagði af sér eft­ir þrýst­ing

Á mánu­dag­inn í síðustu viku krafðist Roxana Marac­ine­anu, íþrótta­málaráðherra land­ins, að Gail­hagu­et segði af sér. Fram til dags­ins í dag hef­ur hann neitað að verða við því og þver­tekið fyr­ir að hafa verndað Beyer og hylmt yfir með hon­um. Hann seg­ist fyrst hafa heyrt af brot­un­um í fyrr­greindri ævi­sögu Abit­bol fyr­ir 10 dög­um.  

Gail­hagu­et greindi frá ákvörðun sinni í dag eft­ir fund skauta­sam­bands­ins (FFSG) og sagðist jafn­framt stíga til hliðar „með reisn en ekki bit­ur­leika“. 

Lögmaður Beyer seg­ir að hann hafi verið leidd­ur á gapa­stokk fjöl­miðla og muni leita rétt­ar síns. Hann mun hins veg­ar ekki tjá sig við fjöl­miðla held­ur ræða við sak­sókn­ara. 

Beyer var ráðinn til sem þjálf­ari franska landsliðsins á skaut­um eft­ir að hann hætti að þjálfa Abit­bol. Gail­hagu­et kom það þeirri ráðningu því hann var formaður franska skauta­sam­bands­ins á þeim tíma. 

Árið 2000 var Beyer sakaður um óviðeig­andi hegðun í starfi. Rann­sókn á mál­inu leiddi til þess að hon­um var vikið úr starfi sem tækniþjálf­ari skuta­sam­bands­ins að beiðni  íþrótta­málaráðuneyt­is­ins. Hins veg­ar hélt Beyer áfram að þjálfa hjá einu fremsta skauta­fé­lagi í Frakklandi. 

Frétt BBC. 

Skautaþjálfarinn Gilles Beyer árið 1999.
Skautaþjálf­ar­inn Gil­les Beyer árið 1999. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka