Donald Trump forseti Bandaríkjanna rak tvo opinbera starfsmenn sem vitnuðu gegn honum í rannsókn fyrir embættisbrot í öldungadeild þingsins. Annar þeirra er Alexander Vindman, ofursti í her Bandaríkjanna, og hinn er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.
Eftir að Trump var sýknaður af meintum brotum er hann sagður ætla að taka til í starfsmannahaldi.
Vindman var vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag.
Í tilkynningu frá lögmanni Sondland kemur fram að forsetinn hafi kallað hann heim þegar í stað úr starfi sínum sem sendiherra. „Ég er þakklátur fyrir tækifærið sem Trump gaf mér í að þjóna landinu,“ er haft meðal annars eftir Sondland. Hann þakkar enn fremur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir stuðninginn.