Létust af völdum súrefnisskorts og ofhitnunar

Líkin 39 fundust í þessum flutningabíl.
Líkin 39 fundust í þessum flutningabíl. AFP

Víetnömsku flóttamennirnir sem fundust látnir í tengivagni flutningabíls í Bretlandi í fyrra létust af völdum súrefnisskorts og ofhitnunar.

Þetta kemur fram í niðurstöðum krufningar á líkunum, að sögn bresku lögreglunnar. Lokakrufningarskýrsla hefur þó ekki ekki verið gefin út.

Fólkið fannst látið í sýslunni Essex, austur af London, 23. október í fyrra eftir að hafa verið flutt þangað með ferju frá Belgíu.

Gheorghe Nica frá Essex var handtekinn á flugvellinum í Frankfurt 29. janúar og hefur hann verið ákærður fyrir 39 manndráp.

Ökumaður flutningabílsins hefur einnig verið handtekinn og hefur hann sömuleiðis verið ákærður fyrir 39 manndráp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert