Hótar því að ráðast á stjórnarherinn

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hótað því að ráðast til atlögu gegn sýrlenska stjórnarhernum „alls staðar“ ef hermenn hans særast. Hann sakar Rússa, sem eru bandamenn ríkisstjórnarinnar, um að hafa framið „fjöldamorð“ í héraðinu Idlib.

„Ég lýsi því hér með yfir að við munum ráðast til atlögu gegn sýrlenska stjórnarhernum alls staðar þrátt fyrir Sochi-samninginn ef hermennirnir okkar verða bara fyrir smávægilegum skaða á eftirlitsstöðvum sínum eða annars staðar,“ sagði Erdogan.

Þessi hótun kemur eftir að yfir tíu tyrkneskir hermenn voru drepnir í árásum stjórnarhersins í Idlib í norðvesturhluta Sýrlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert