Fullyrða að nýjum tilfellum fari fækkandi

Frá því kórónuveirufaraldurinn braust út í lok síðasta árs hafa …
Frá því kórónuveirufaraldurinn braust út í lok síðasta árs hafa yfir 68.000 smitast og 1.665 látið lífið. Smitum fer nú fækkandi að sögn kínverskra yfirvalda. AFP

Nýjum tilfellum af kórónuveirunni, COVID-19, hefur farið fækkandi þrjá daga í röð, ef marka má opinberar tölur frá kínverskum stjórnvöldum. Í dag hefur verið tilkynnt um rúmlega tvö þúsund ný smit og 142 dauðsföll. 

Um miðja síðustu viku varð mikil fjölgun á dauðsföllum af völdum veirunnar þegar greint var frá 242 dauðsföllum á sólarhring og 14.480 smitum. Ástæðan fyr­ir mik­illi fjölg­un til­vika eru breytt­ar aðferðir við taln­ingu á smituðum og vek­ur þetta upp grun um að staðan sé mun verri en áður hef­ur verið haldið fram op­in­ber­lega. 

Jafn­framt voru tveir hátt­sett­ir stjórn­mála­menn sem höfðu eft­ir­lit með upp­tök­um kór­ónu­veirunn­ar rekn­ir. Þetta hef­ur einnig vakið upp spurn­ing­ar um hvernig kín­versk yf­ir­völd tak­ist á við hættu­ástandið. Til­kynnt var um brottrekst­ur­inn nokkr­um klukku­tím­um eft­ir að for­seti Kína, Xi Jin­ping, greindi frá já­kvæðum niður­stöðum í bar­átt­unni við far­sótt­ina. 

Síðustu daga hefur nýjum smitum farið fækkandi, að því er segir í frétt BBC. Frá því kórónuveirufaraldurinn braust út í lok síðasta árs hafa yfir 68.000 smitast og 1.665 látið lífið. Yfir 500 hafa greinst utan Kína í um 30 löndum. Fjórir hafa látið lífið utan Kína; í Frakklandi, Hong Kong, Filippseyjum og Japan. 

Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína, segir að aðgerðir stjórnvalda til að sporna gegn veirunni væru að bera árangur. Tedros Adhanom Ghebr­eys­us, yf­ir­maður Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO), hrósaði viðbörgðum kínverskra stjórnvalda vegna faraldursins í gær. Sagði hann heimsbyggðina ekki hafa mikinn tíma en kínversk stjórnvöld hafi brugðist rétt við til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Hvað sem því líður hafa stjórnvöld í Kína sætt gagnrýni fyrir að gera lítið úr umfangi veirunnar þegar hún kom fyrst upp í borginni Wuhan í lok síðasta árs.

Sér­fræðing­ar við verk­fræðideild John Hopk­ins-há­skóla í Mary­land í Banda­ríkj­un­um hafa út­búið gagn­virkt kort þar sem hægt er að fylgj­ast með út­breiðslu kór­óna­veirunn­ar. Kortið má nálg­ast hér en það er upp­fært reglu­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert