Hækka tolla á Airbus-flugvélar

Airbus. Bandaríkjastjórn ætlar að hækka tolla á flugvélar Airbus-framleiðandans.
Airbus. Bandaríkjastjórn ætlar að hækka tolla á flugvélar Airbus-framleiðandans. AFP

Bandarísk stjórnvöld tilkynntu fyrir helgi að tollar á Airbus-flugvélar myndu hækka úr 10% í 15% frá og með 18. mars næstkomandi. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lengi deilt um hvort Boeing og Airbus njóti óeðlilegs ríkisstuðnings og hafði Alþjóðaviðskiptastofnunin veitt Bandaríkjunum heimild til að leggja á nýja tolla til að vega upp á móti þeim stuðningi sem Airbus fær frá stjórnvöldum í Evrópu.

Hækkunin nú gæti verið til marks um að Trump sé með ESB í sigtinu eftir tollastríð við Kína og fríverslunardeilur við Kanada og Mexíkó. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert