Dregur úr fjölda smitaðra í Kína

Íbúi í Íran býður gestum og gangandi að kaupa andlitsgrímu.
Íbúi í Íran býður gestum og gangandi að kaupa andlitsgrímu. AFP

Aldrei hafa færri ný tilfelli af kórónaveirunni COVID-19 greinst í Kína eins og í dag. Á meðan í öðrum löndum hefur þeim fjölgað. Í Kína hafa alls 2.118 manns látist af völdum veirunnar og yfir 74 þúsund manns greinst með hana í Kína. Um hundrað til viðbótar í yfir 25 löndum hafa greinst með hana og utan Kína hafa 11 manns látist af völdum hennar. 

Í Japan hafa alls þrír látist vegna kórónuveirunnar. Tveir þeirra, karl og kona, voru á níræðisaldri og voru farþegar um borð í skemmtiferðaskiptinu Diamond Princess. Ríflega 620 manns um borði í skipinu hafa greinst með veiruna, flestir farþegar.

Í Suður-Kóreu hefur einn látist af völdum veirunnar og fjöldi smitaðra nánast tvöfaldaðist á skömmum tíma. Sá fjöldi er nú kominn upp í 104 og af þeim liggja 15 á sjúkrahúsi í Cheongdo. 

Borgarstjóri Daegu, borgar sem telur um 2,5 milljónir manna, ráðlagði íbúum að halda sig innan dyra. 

Fyrstu dauðsföllin af völdum veirunnar í Miðausturlöndum varð í Íran í gær. Fram að þessu hafa dauðsföll verið bundin við Frakkland, Taívan, Hong Kong og Filippseyjar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert