Fyrrverandi ráðgjafi Trump í 40 mánaða fangelsi

Roger Stone yfirgefur dómshúsið í dag.
Roger Stone yfirgefur dómshúsið í dag. AFP

Roger Stone, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur í 40 mánaða fangelsi fyrir að hindra framgang réttvísinnar.

Stone var í nóvember í fyrra fund­inn sek­ur um að hindra fram­gang rétt­vís­inn­ar og um að falsk­ar yf­ir­lýs­ing­ar varðandi vitn­is­b­urð hans fyr­ir Banda­ríkjaþingi vegna tölvu­pósta Demó­krata­flokks­ins sem stolið var árið 2016.

„Sannleikurinn er ekki horfinn á braut,“ sagði dómarinn Amy Berman Jackson er hún kvað upp dóminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert