Roger Stone, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur í 40 mánaða fangelsi fyrir að hindra framgang réttvísinnar.
Stone var í nóvember í fyrra fundinn sekur um að hindra framgang réttvísinnar og um að falskar yfirlýsingar varðandi vitnisburð hans fyrir Bandaríkjaþingi vegna tölvupósta Demókrataflokksins sem stolið var árið 2016.
„Sannleikurinn er ekki horfinn á braut,“ sagði dómarinn Amy Berman Jackson er hún kvað upp dóminn.
Roger Stone sentenced to 40 months for lying to Congress, witness tampering amid turmoil between Justice Dept. and Trump on penalty https://t.co/cBAVt6Mqoy
— The Washington Post (@washingtonpost) February 20, 2020