Ghislaine Maxwell sagði fyrrverandi kunningjakonu sinni að hún og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein ættu myndbönd af öllum gestum sínum.
Þetta segir Christina Oxenberg, fjarskyldur ættingi konungsfjölskyldunnar sem hefur verið áberandi í bresku samkvæmislífi í gegnum árin, að því er kemur fram í Telegraph.
Hún segir að Maxwell, sem er fyrrverandi kærasta Epstein, hafi eitt sinn sagt henni að Epstein hefði keypt sína eigin þyrlu vegna þess að flugmenn hjá hefðbundnum flugfélögum væru með „augu og eyru“ sem þau þyrftu ekki á að halda.
Hún segist hafa talað við bandarísku alríkislögregluna, FBI, um samtalið sem hún átti við Maxwell.
Oxenberg hitti hana fyrst snemma á tíunda áratungum og gleymir aldrei samtali sem hún átti við Maxwell eitt sinn heima hjá henni. „Við vorum einar,“ sagði hún. „Hún sagði marga hluti. Þeir voru allir hrollvekjandi og óhefðbundnir. Skrítnir. Ég trúði því ekki sem hún sagði. Til dæmis: „Ég og Jeffrey eigum myndbönd af öllum.“
Þó nokkrir heimildarmenn hafa einnig haldið því fram að Epstein hafi kvikmyndað gesti sína með földum myndavélum sem voru faldar vítt og breitt um glæsihýsi hans á Manhattan.