Ítölsk kona lést í morgun af völdum kórónuveirunnar og þar með hafa tveir látist í landinu vegna COVID-19.
78 ára karlmaður sem lést í gær var fyrsti Evrópubúinn til að látast af völdum veirunnar.
Ítölsk yfirvöld óttast útbreiðslu hennar og hefur íbúum tíu bæja vera sagt að halda sig heima fyrir. Í bænum Codongo, þar sem 15 þúsund manns búa, hafa þrír smitast af veirunni, þar á meðal 38 ára maður sem er nú í öndunarvél.
Í morgun var einnig greint frá því að einn Írani til viðbótar hafi látist af völdum veirunnar. Þar með hafa fimm látist þar í landi og 28 smitast.